TÍMANNA TÁKN /TELLING TIME

PÉTUR GEIR x OR TYPE

2025

Sýning á Hönnunarmars 2025. Á sýningunni leiða saman hesta sína leturtvíeykið Or Type og myndlistarmaðurinn Pétur Geir Magnússon. Sýningin var haldið í sýningarsal Gallery Port Rammagerðinni Laugarvegi.

Þeir hafa að undanförnu átt í samtali um tíma og hvernig hægt sé að festa hann í efni og orð. Tíminn er fangaður, honum varið og mikið af honum er eytt. Lágmyndir Péturs mæta hér leturgerðum Or Type og úr verða listaverk og klukkur sem fjalla um og taka frá okkur tíma.

Ýttu hér til að sjá verkin.

MAGNÚS JÓHANN -

LJÓSVÍKINGAR

2024

Hönnun plötuumslags fyrir plötu Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar Ljósvíkingar byggð á tónlist hans fyrir samnefndri mynd. Gerð var dúkrista og stefnt er að gefa plötuna út á vinyl. Stefnt er að viðarristunni verður handþrykkt á plötuumslögin og verða því plötuumslögin öll einstök.

REIN 2024

Rein Steinasmiðja opnaði nýjan og endurbættan sýningarsal sinn á Stórhöfða. Rein hafði samband við mig um að opna sýningarsalinn með lítilli sýningu þar sem tvö verk fengu að prýða salinn í nokkra mánuði árið 2024.

Eftirfarandi ummæli hafði Steinar hjá Rein um samstarfið:

Eftir að við tókum sýningarsalinn hjá okkur í gegn síðasta sumar hefur blundað í okkur þessi hugmynd að nýta sýningarsalinn okkar til þess að sýna fólki ekki bara fallegan stein í eldhúsið heldur líka kynna viðskiptavinum okkar fyrir íslenskri myndlist. Í dag fór það verkefni formlega í loftið!

Þó viðskiptavinahópurinn okkar í REIN sé sannarlega fjölbreyttur er ekkert launungarmál að stór hluti hans er vel stætt fólk sem er að leggja mikla kostgæfni í að gera heimili sín, sumarhús og vinnustaði falleg.

Mánaðarlega gerum við hundruði tilboða og gestagangurinn er þar af leiðandi mikill af einstaklingum, arkitektum og verktökum. Það var því skemmtileg tilhugsun að geta nýtt litla sýningarsalinn okkar á Viðarhöfðanum til þess að koma íslenskri myndlist fyrir augu fólks sem ég myndi telja að væri vænlegur kaupendahópur íslenskrar myndlistar líka.

Til þess að setja þetta litla verkefni af stað með krafti var Pétur Geir Magnússon tilbúinn að hengja upp tvö verk hjá okkur. Annað þeirra sjáið þið á myndinni hér að neðan. Pétur hefur vart undan að hanna verk sín og eftirspurnin gríðarlega mikil en hann tók vel í að styðja við þetta framtak okkar og munu verkin tvö standa hjá okkur næstu vikurnar. Við erum honum afskaplega þakklát fyrir það.

INGI ÞÓR - 2023

Hönnun plötuumslags fyrir Inga Þór Þórhallsson. Platan ber heitið Fyrsta…

FLATEY - 2023

Við viljum meina að falleg Flatey pítsa sé listaverk. Fallegur pítsukassi getur líka verið algjört listaverk. En hvað ef hann gæti raunverulega verið einskonar strigi fyrir hugmyndir myndlistafólks og hönnuða? Við viljum rannsaka þessa spurningu til hlítar og freista þess að gera pítsukassana okkar að tímabundinni stofuprýði hjá öllum þeim mannfjölda sem grípur með sér Flatey pítsu dag hvern - í samstarfi við upprennandi hæfileikafólk.

Pétur Geir Magnússon er myndlistarmaður og grafískur hönnuður. Hann lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands, með skiptinámi í Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam. Pétur hefur tileinkað sér lágmyndir og hefur unnið með þær frá útskrift. Pétur hefur áhuga á að kanna skilin á milli málverks og skúlptúrs, listar og hönnunar, hins handgerða og því fjöldaframleidda. Pétur hefur haldið tvær myndlistarsýningar á Íslandi ásamt því að taka þátt í samsýningum erlendis s.s. Amsterdam, Milanó og Brussel. Pétur er búsettur í Stokkhólmi og heldur þar úti vinnustofu.

Pítsukassaverk Péturs er segir sögu pítsadeigsins frá upphafi til enda. Pítsan tekur á sig ýmis form í gegnum ferlið og mótast á fjölbreytilegan hátt eftir hvar hún er stödd í bökunarferlinu. Bakhliðin sýnir seinustu mótun pítsunnar þar sem bakarinn kastar deiginu upp í loftið sem að mínu mati er hápunktur ferlisins þegar pítsan nær sínu lokaformi.

Við erum gríðarlega stoltir af þessu samstarfi og í skýjunum yfir hönnun Péturs.

MARS

LAND LÖGMENN 2022

Heildræn hönnun fyrir lögmannsstofuna Land lögmenn.Logogerð, grafík, hurðamerkingar og lágmynd sem hluti af afgreiðsluborði.

ARKIO 2022

Það gleður mig að kynna verkið Stuðlar sem prýðir höfuðstöðvar Arkio í sýndarveruleika.
Ég hef unnið að stórri lágmynd í sýndarveruleika í virtual höfuðstöðvum Arkio sem frá og með deginum í dag er live á Quest app store. Lágmyndin er hönnuð í Arkio og er innblástur sóttur í íslenskt stuðlaberg og náttúru. Það er búið að vera einstaklega áhugavert og lærdómsríkt að hafa fengið að taka þátt í þessu verkefni og fá að þróa lágmyndir með framúrskarandi tækni Arkio sem er á heimsmælikvarða!

Einnig hannaði ég skúlptúr inn í rýmið sem ber heitið Stólar í tilvistarkreppu. Ég hef velt fyrir mér nýjum tilgangi stóla í sýndarveruleika sem með þessari tækninýjung hafa eiginlega misst hlutverk sitt og notkunargildi í rými og verða því einungis skrautmunir og skúlptúrar.

KÓPAVOGSKIRKJA 2022

DES 2022

Gjöf til Kópavogskirkju tileinkað Gerði Helgadóttur og hennar verkum í kirkjunni. Verkið ber heitið Ljósbrot og endurspeglar ljósbrotin sem eiga sér stað í steindu glerverkum hennar í kirkjunni. Gerður er og hefur veitt mér gífurlegan innblástur og þegar sóknarnefnd Kópavogskirkju hafði samband við mig þar sem átti að heiðra Gerði þá vildi ég gefa vinnu mína henni til heiðurs. Verkið er staðsett í Borgum, samkomusal Kópavogskirkju .

ÉTA - 2020

Í gær opnaði vinur minn Gísli Matthías veitingastaðinn ÉTA í Vestmannaeyjum. Ég var svo heppinn að fá að hanna merki og matseðla staðarins. Þar að auki fékk ég að gera stórt prentverk sem hangir í veitingasalnum. Maturinn er hreint út sagt ótrúlegur, en Gísli er að mínu mati besti kokkur landsins. Fyrir á hann bæði Slippinn út í eyjum og Skál á Hlemmi mathöll sem margir ættu að kannast við. Éta býður upp á fancy skyndibita með íslensku tvisti og er alveg þess virði að skella sér út í eyjuna til að fá sér að borða.
Til hamingju með staðinn Gísli, takk fyrir mig og takk fyrir að treysta mér fyrir mörkun staðarins!