PRESS

Pétur Geir Unveils “Scener från ett landskap”: A Fusion of Icelandic and Swedish Landscapes

Alex Colard Your living city | 9.7.2023

The captivating art exhibition “Scener från ett landskap” by Pétur Geir Magnússon opened on Friday, July 7th, 2023, at Galleri Bellman in Södermalm, Stockholm. In collaboration with the Icelandic Embassy in Stockholm, the exhibition intertwines the beauty of Icelandic and Swedish landscapes in a modern and innovative way.

Pétur Geir’s reliefs, which bear striking resemblance to abstract paintings in the hard-edge painting style, serve as a bridge between the natural world and the realm of art. While the works draw inspiration from the raw and untamed landscapes of both Iceland and Sweden, they maintain a distinct touch of abstraction, inviting viewers to explore the commonalities, differences, and subtle nuances between these two enchanting environments.

The exhibition's opening night took place from 16:00 to 22:00, allowing art enthusiasts to immerse themselves in Pétur’s unique artistic vision. Following the opening, the exhibition will be open during regular hours from 12:00 to 18:00, until July 13 at 22.00, providing ample opportunities for visitors to experience the captivating world created by the artist.

Pétur Geir Magnússon, born in Reykjavík, Iceland 1994, has a background in graphic design and visual communication from the Icelandic University of the Arts. He further honed his skills during an exchange semester at Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam, Netherlands. Pétur has already established himself as a promising artist, having held two successful solo exhibitions in Iceland, namely “Lágmyndir – endurkoma” in 2021 and “Annarskonar Annaspann” in 2022. Additionally, his artworks have been showcased in group exhibitions across Europe, including Amsterdam, Milan, and Brussels. Currently based in Stockholm, Sweden, Pétur continues to push the boundaries of artistic expression through his multidisciplinary approach.

Exploring the intersection between painting and sculpture, art and design, craftsmanship, and modern technology, Pétur’s work is a testament to his innovative spirit. His reliefs highlight the interplay of light and shadow, shapes, and colors, creating a sense of movement and depth within each artwork. With a keen focus on materials, Pétur experiments with wood, concrete, and plastic, harnessing the potential of modern technology such as laser cutters, computerised CNC machines, and 3D printing to shape and manipulate these mediums.

In “Scener från ett landskap”, Pétur delves into the concept of landscape, particularly the Icelandic landscape. Many Icelandic artists, including Pétur himself, have contemplated the unique nature of the Icelandic environment and its profound influence on national identity. Through his art, Pétur seeks to unravel the complexities of what makes a landscape truly Icelandic or Swedish, exploring the intricate relationship between nationality and the artistic process.

As guests venture into Pétur Geir’s exhibition, they embark on a visual journey that invites them to contemplate the captivating landscapes of Iceland and Sweden. The artist’s ability to merge these distinct environments while preserving their individual essence is a testament to his artistic talent and thought-provoking exploration of the concept of landscape.

Grétar Þór Sigurðsson, art critic and writer, reflects on Pétur Geir’s artistic process and the profound questions it poses about nationality and landscape. By blending motifs from Icelandic and Swedish nature, Pétur Geir allows viewers to contemplate these landscapes, inviting them to discover the common threads that connect us to our natural surroundings.

“Scener från ett landskap” promises to be an immersive and thought-provoking experience, offering a fresh perspective on the beauty and significance of landscapes in the realm of art. Don’t miss the opportunity to witness Pétur Geir’s remarkable artistic vision and embark on a journey that transcends geographical boundaries.

KÚNST - PÉTUR GEIR

Í þessum fyrsta þætti í seríu tvö af Kúnst heimsækir Dóra Júlía listamanninn Pétur Geir á sýningu hans Annarskonar Annaspann. Pétur Geir hefur vakið athygli fyrir innrammaðar lágmyndir sínar en lágmynda áhugi hans kviknaði í æsku. Um tvítugt ákvað hann að kýla blákalt á listamannadrauminn og hefur síðan þá komið víða að í hinum skapandi heimi.

Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella á myndina hér til hægri:

„ÞETTA GEFUR MÉR ALVEG
ÓSKAPLEGA MIKIГ

Dóra Júlía Agnarsdóttir Vísir | 13.8.2022

Listamaðurinn Pétur Geir Magnússon sækir innblástur í náttúruna í sköpun sinni. Hann hefur komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina og hefur augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Amma hans og afi höfðu mótandi áhrif á myndlistarferil hans en Pétur Geir opnar listasýningu sína Annarskonar Annaspann í dag klukkan 14:00. Blaðamaður tók púlsinn á Pétri Geir og fékk að heyra nánar frá sýningunni og sköpunargleðinni.

Hvenær byrjaðir þú fyrst að skapa list?

Ég teiknaði mikið sem krakki en ég ímyndaði mér aldrei að hægt væri að gera það að atvinnu. Ég ætlaði að verða arkitekt þegar ég var 10 ára en endaði í grafík, bara einni hæð ofar í Listaháskólanum svo þetta var nú ekkert fjarri lagi. Ég hef komið að ýmsum skapandi greinum í gegnum tíðina, var lengi í dansi, syng með Bartónum, hef verið í leiklist, söngleikjum, upptökum, sketsagerð, kvikmyndum og fleira.

Amma mín var dugleg að fara með mig á listasöfn og láta mig gera eitthvað skapandi. Afi gaf mér trönur og olíumálningardótið sitt árið 2016 þegar hann fór á elliheimili.

Þetta fékk að bíða ósnert inni í herbergi um skeið en svo kom að því að ég tók þetta upp og hef nánast ekki hætt síðan. Þetta gefur mér alveg óskaplega mikið. Eftir að ég byrjaði í grafíkinni þá hefur stílinn þróast og ég hef lært ýmislegt með árunum.

Hvaðan sækir þú innblástur í myndlistinni?

Náttúran er helsti innblásturinn í sköpuninni en innblásturinn kemur alls staðar að. Ég skoða ýmislegt og hef augun sífellt opin fyrir nýjum hlutum. Ég fer mikið á listasöfn, gallerí og bókasöfn og núna þegar ég bý í Stokkhólmi er sænsk myndlist ofarlega í huga. Nokkrir gamlir íslenskir snillingar ná samt hvað mest til mín eins og Sigurjón Ólafsson, Þorvaldur Skúlason, Gerður Helgadóttir, Ásmundur Sveinsson og fleiri sem hafa áhrif á sköpunina og mótað mig.

Hver var kveikjan að sýningu þinni?

Sýningin Annarskonar Annaspann sprettur upp úr flutningunum mínum til Stokkhólms síðasta haust. 

Þegar maður flytur á nýjan stað tekur maður eftir litum, formum og birtu sem síast inn í vitundina og kemur sér fyrir í sköpuninni.

Ég er umkringdur gróðri á hverjum degi og það sem stendur upp úr eru skógar, tré og blóm og má sjá það í mótífum sýningarinnar.

Sagan á bak við lágmyndirnar er lengri. Föðurbróðir minn bjó í Engihjalla 11 og á blokkinni var stór lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson. Þegar ég sá hana sem krakki þá fannst mér hún svo áhugaverð og skildi ekki afhverju þetta væri ekki á fleiri húsum. Svo fór ég að taka eftir lágmyndum á fleiri húsum og þetta æxlaðist hálfpartinn út í feluleik við sjálfan mig. Fór að koma auga á þær hér og þar. Þegar ég fékk síma með myndavél fór ég að taka myndir af þeim en ekki með neinn sérstakan tilgang. Þegar ég skrifaði ritgerð í Listaháskólanum ákvað ég að kafa dýpra í þetta leynda áhugamál mitt og skrifaði um sögu steinsteypulágmynda á Íslandi.

 

Ég gerði mína eigin lágmynd í útskriftarverkefni því ég vildi þróa lágmyndina með nútímatækni og notaði þrívíddarmódel og tölvustýrðan fræsara. Þetta var tilraun til að koma þessu listformi inn í nútímann. 

Eftir það byrjaði boltinn að rúlla og fór að hugsa leiðir til að koma lágmyndinni í aðgengilegra form svo verkin gætu verið inn í stofu hjá fólki. Ég vildi fá þessa dýpt inn í verkin. Ég færði mig úr steypunni og yfir í viðinn og nota laserskera til að skera út formin.

Vinnurðu alltaf eftir ákveðnu ferli?

Ég byrja allt með blýanti, hann mun aldrei missa gildið sitt, og ég geng um með litla vasabók sem kemur sér vel í metro í stórborginni, strætó og á rólegum stundum. 

Ég tek teikningarnar svo lengra í tölvunni og prófa litasamsetningar. Síðan nota ég laserskera og tölvustýrðan fræsara til að skera formin út. Vinnuferlið við gerð lágmyndanna er í mikilli gerjun og er alltaf að breytast og slípast til. Ég legg mikið upp úr þróun í ferlinu og leyfi mér tilraunasemi en ég hef mikið pælt í því hvernig ég get gert þetta ferli nútímalegra. 

Ég hef líka verið að tölvuteikna og gera skúlptúra og lágmyndir í þrívíddar sýndarveruleika sem mér finnst spennandi og áhugavert að sjá hvort maður fari lengra með það. Mér finnst möguleikarnir í lágmyndum svo áhugaverðir og spennandi og veit að ég get unnið við það út ævina þess vegna með mismunandi aðferðum, efnum og áherslum.

Hvað er á döfinni?

Ég fer aftur til Stokkhólms í haust og ætla að þróa lágmyndirnar áfram. Ég hef komið mér vel fyrir í stúdíói í skapandi umhverfi þar sem listamenn sem starfa á ólíkum sviðum deila rými. Þar hef ég tækifæri til að prófa nýja hluti því stúdíóið er vel tækjum búið til að smíða og móta úr alls konar efnivið. Ég stefni á að halda sýningu í Svíþjóð á næsta ári ef allt smellur.

MEÐ LÁGMYNDIR Á HEILANUM

Ari Páll Karlsson Morgunblaðið | 17.8.2022

Í gömlu kart­öflu­geymsl­un­um í Ártúns­brekku lif­ir sum­arið góðu lífi en einnig vet­ur­inn, vorið og haustið. Þar hef­ur mynd­list­armaður­inn Pét­ur Geir Magnús­son opnað sína aðra sýn­ingu með lág­mynd­um, Ann­ars kon­ar Anna­spann sem sam­an­stend­ur af 40 verk­um.

Eru lág­mynd­irn­ar nokk­urs kon­ar upp­lif­un Pét­urs á árstíðunum eft­ir að hann fékk óvænt­an áhuga á trjám, blóm­um og öðrum gróðri þegar hann flutti til Stokk­hólms síðasta haust.

Pét­ur kveðst hafa nýtt sér sænska skóg­lendið mikið og það komið hon­um skemmti­lega á óvart hversu langt haustið er í Svíþjóð. „Það eru ekki bara gul lauf fyr­ir há­degi og síðan storm­ur eft­ir há­degi eins og hér heima,“ gant­ast Pét­ur.

Gul, brún og rauð lauf hafi um­vafið hann vik­um sam­an, enda Stokk­hólm­ur nokk­urs kon­ar „borg í skógi“ og haustlit­irn­ir áber­andi fram í seinni hluta októ­ber.

Áhuga­verð lág­mynd Sig­ur­jóns

Pét­ur sýn­ir blaðamanni tvö verk sem svipuð eru ásýnd­um, hið fyrra í haustlit­um með sporöskju­laga lauf­blöðum á víð og dreif en í hinu eru lit­irn­ir breytt­ir: Fyrsti snjór­inn. „Hérna er vet­ur­inn kom­inn.“

Spurður hvers vegna unnið sé með lág­mynd­ir seg­ir Pét­ur sög­una langa bak við þann áhuga.

„Föður­bróðir minn bjó í Engi­hjalla 11 og á blokk­inni var stór lág­mynd eft­ir Sig­ur­jón Ólafs­son. Þegar ég sá hana sem krakki þá fannst mér hún svo áhuga­verð og skildi ekki af hverju þetta væri ekki á fleiri hús­um.

Svo fór ég að taka eft­ir lág­mynd­um á fleiri hús­um og þetta æxlaðist hálfpart­inn þannig að ég fór í felu­leik við sjálf­an mig. Fór að koma auga á þær hér og þar.“

Þegar Pét­ur fékk mynda­vélasíma byrjaði hann að taka mynd­ir af þeim og mörg­um árum síðar, í graf­ískri hönn­un í LHÍ, fór hann að kafa í sögu stein­steypu­lág­mynda á Íslandi og gerði sína eig­in lág­mynd sem út­skrift­ar­verk­efni. „

Ég vildi fá þessa dýpt inn í verk­in. Ég færði mig úr steyp­unni yfir í viðinn til að gera þetta list­form aðgengi­legra,“ seg­ir Pét­ur.

Tré beint í æð

Tré voru Pétri hug­leik­in þegar hann flutti og það sést. „Maður upp­lif­ir ekki tré al­veg á sama skala hér heima. Þetta eru bara skóg­ar og skóg­ar og skóg­ar þarna úti. Þetta er al­veg nýtt fyr­ir mér.“

Pét­ur seg­ir vet­ur­inn einnig frá­brugðinn hinum storma­sama ís­lenska. „Það er bara snjó­koma í logni. Þetta fell­ur og sest og það get­ur verið snjólag á trján­um í þrjá, fjóra daga.“

Eitt vetr­ar­verk er þó óður til gulra viðvar­ana hér heima. „Hérna ertu kom­inn í hvössu trjá­hríslurn­ar sem eru hér á fullu,“ seg­ir Pét­ur og ber hið litla hvassa ís­lenska tré sam­an við hin mjúku og stóru sænsku. Pét­ur bend­ir því næst á fyrstu vor­verk­in þar sem sjón­ar­hornið er fært úr skóg­un­um og inn fyr­ir.

„Far­fugl­inn við Fri­hamn­en er fyrsta vor­verkið,“ seg­ir Pét­ur. „Þar eru segl­bát­ar og alls kon­ar ys og þys og ég horfi oft þar yfir meðan ég vinn.“ Pét­ur bend­ir á hvítt, kunn­ug­legt form. „Hér er kría, þær eru ekki í Svíþjóð,“ seg­ir hann og ber verkið því vott af heimþrá.

Pét­ur held­ur áfram með vorið. „Maður var byrjaður að kaupa blóm, setja nátt­úr­una á borðstofu­borðið þegar maður var orðinn spennt­ur fyr­ir gróðrin­um.“

Verkið Glugga­veður sýn­ir sól úti í glugga, þótt enn sé kalt. „Maður er enn þá á Norður­lönd­un­um,“ seg­ir hann og hlær. „Maður þarf al­veg enn þá að vera í jakka þegar maður fer út.“

Vorið held­ur áfram og mynd­irn­ar taka að blómstra á ný. „Þessi heit­ir Vorið ilm­ar. Maður finn­ur að það er lykt í loft­inu.“

Og hér er enn þá vet­ur heima, ekki satt?

„Jú, ná­kvæm­lega. Það sem við köll­um ís­lenskt sum­ar er bara sænskt vor. En hérna kom ég heim,“ seg­ir hann og geng­ur inn í hið ís­lenska sum­ar.

Ill­gresið sum­arið

„Það mætti eig­in­lega segja að þetta sé eitt stærsta póli­tíska verk sem ég hef gert sem listamaður. Annað hvort elsk­ar fólk þetta eða gjör­sam­lega hat­ar þetta,“ seg­ir Pét­ur um lúpín­una, fyrsta ís­lenska sum­ar­verkið. Mynd­in er fjólu­blá með græn­um fræ­belg­um. „Það sem ger­ir ís­lenskt sum­ar fyr­ir mér er í raun­inni ill­gresið.“

Gengið er frá fjólu­bláu verk­inu og að öðru ill­gresi, gulu í þetta skipti.

„Fíf­ill­inn er bara geggjaður. Hann ger­ir Ísland gult og sum­ar­legt. Hann er smá svona „icon“. Pét­ur seg­ir erfitt að finna ís­lensk­ara blóm en fíf­il­inn, enda sé hann þrjósk­ur og harður af sér. „Hann er á ein­hverju bíla­stæði og ætl­ar bara að vaxa.

Al­veg sama þótt það sé ógeðslega kalt og blautt, hann ætl­ar að vaxa þótt það sé ein­hver bú­inn að keyra á hann. Al­vöru Íslend­ing­ur. Það ætti klár­lega að upp­hefja hann.“ Pét­ur staldr­ar við. „Við mætt­um jafn­vel setja hann á frí­merki.“

Síðasta mynd­in er til­einkuð skjálfta­hrin­unni sem reið yfir Reykja­nesið í aðdrag­anda goss­ins. „Ég er bú­inn að vera dauðhrædd­ur heima hjá mér útaf öll­um þess­um skjálft­um,“ seg­ir Pét­ur um skjálf­andi mynd­ina og hlær.

„Ég er bara með ógeðslega mörg lista­verk og mæti heim til mín og þori varla inn.“ Svo hrædd­ur hafi hann verið um verk­in.

Íslenska sumr­inu lýk­ur og jafn­framt hringn­um í kring­um sól­ina. „Ég vil að fólk komi á sýn­ing­una og upp­lifi eitt ár. Og hér erum við kom­in hring­inn,“ seg­ir hann og minn­ir á fyrstu mynd­ina: Síðla sum­ars.

Sýn­ing­in er opin frá kl. 14 til 20 alla daga fram á sunnu­dag. Pét­ur fer aft­ur til Stokk­hólms í haust þar sem hann stefn­ir á að halda sýn­ingu að ári liðnu.

LISTASÝNINGAR MEÐ ÖMMU
Í ÆSKU KVEIKTU Á SKÖPUNARGLEÐINNI

Dóra Júlía Agnarsdóttir Vísir | 06.9.2022

Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö.

Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. 

„Ég get þetta alveg“

Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur:

„Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“

Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum:

„Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“

Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu.

„Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“

VOPNUÐ VASALJÓSUM Á SÝNINGU SJÓÐHEITS LISTAMANNS

Dóra Júlía Agnarsdóttir Vísir | 16.8.2022

Pétur Geir Magnússon opnaði sýninguna Annarskonar Annaspann síðastliðna helgi við góðar viðtökur. Yfir 200 manns mættu á opnunina og Pétur hefur nú þegar selt rúmlega helming verkanna. Blaðamaður ræddi fyrst við Pétur fyrir opnun þar sem hann segir kveikjuna að sýningunni hafa sprottið upp úr flutningum sínum til Stokkhólms síðasta haust.

Þetta er aðeins önnur listasýning Péturs en á fyrstu sýningu sinni seldust öll verkin upp á nokkrum dögum. Hann sérhæfir sig í lágmyndum og segir fólk greinilega spennt fyrir þeim.

„Sýningin hefur gengið vonum framar. Mér finnst mikil hrifning vera með þetta, fólk er mjög sátt. Þetta er náttúrulega sölusýning sem hefur gengið mjög vel og fólk er virkilega að fíla þetta format sem lágmyndin er.“

Íslenska sólarljósið fullkomið

Sýningargestum gefst tækifæri á að nýta sér vasaljós á staðnum til að sjá hvernig ólík birtuskilyrði vinna með myndunum.

„Þannig getur fólk leikið sér að því hvernig sólarljósið hefur áhrif á það hvernig myndin fer á flug og hreyfingu. Það breytist eftir því hvort það sé vetrar eða sumarsól en aðfall sólarinnar getur alltaf haft aukin áhrif á myndina. Við búum svo náttúrulega í fullkomnu landi fyrir lágmyndir, með svo sérstaka birtu af sólarljósi og ég tala nú ekki um á sumrin. Þú færð alltaf einhverja breidd af sólinni hér þar sem hún skín aldrei ofan á þig heldur á þig.“

Þetta er aðeins önnur listasýning Péturs en á fyrstu sýningu sinni seldust öll verkin upp á nokkrum dögum. Hann sérhæfir sig í lágmyndum og segir fólk greinilega spennt fyrir þeim.

„Sýningin hefur gengið vonum framar. Mér finnst mikil hrifning vera með þetta, fólk er mjög sátt. Þetta er náttúrulega sölusýning sem hefur gengið mjög vel og fólk er virkilega að fíla þetta format sem lágmyndin er.“

Safnar verkum Péturs

Pétur segist hafa vitað að viðfangsefni hans í listinni væri eftirsóknarvert, þar sem fyrsta sýning hans gekk mjög vel.

„Það var fyrsta sýningin mín og ég var í smá í sjokki, rosalega þakklátur og þetta var mjög gaman.“

Hann grunaði því að þetta yrði ekki lengi að fara út í þetta skiptið.

„Safnarar eru farnir að kaupa af mér núna og einn tilkynnti mér að hann er farinn að safna verkunum mínum, sem mér þótti mjög vænt um. 

Hann á nú fjögur verk eftir mig og það er dásamlegt að vita af því.“

Aðspurður hvað hann telji ná sem mest til fólks í verkum sínum segir Pétur:

„Þetta er gamalt listform sem er tekið í nútímalegt ívaf og er öðruvísi, ferskt og spennandi.

Túlkun mín að gera lágmyndir úr við verður líka til þess að þau geti farið inn í ramma og upp á vegg á heimilum fólks, sem ég held að fólk sé mjög hrifið af. Sjálfar myndirnar eru formhreinar með hreinum flötum og hér er eitthvað fyrir alla.“

Sýningin stendur til og með 21. ágúst næstkomandi í kartöflugeymslunum, Ártúnsbrekku.

„Ég verð á staðnum alla daga frá klukkan 14:00 - 20:00 ef fólk vill bera sýninguna augum og spjalla.“