Myndefnið á að sýna þróun á andstæðum. Vinstri flötur myndarinnar er byggður úr hörðum og hvössum formum sem aðlaga sig í miðjufletinum og enda í mjög organískum, mjúkum og ávölum formum.Ég reyndi einnig að túlka sögu steinsteypulágmynda á Íslandi í myndefninu. Geómetríski hlutinn er táknmynd fyrir gömlu steinsteypulágmyndirnar og þá einföldu aðferð sem notast var við þá. Organíski hlutinn á að tákna það nýja, framtíðina og framfarirnar sem hafa átt sér stað frá blómaskeiðinu. Í dag er hægt að nýta sér tækniframfarir og grafíska nálgun til að gera flóknara myndefni.
Miðjuhlutinn á að tákna umbreytinguna sem tengir þessa hluta saman, einskonar brú, þar sem sótt er í gamalt og það fært á nýtt form. Það er umbreyting að taka upp þetta listform og færa það inn í nútímann.
Til að undirstrika þessa þróun er verkið myndað úr þremur flekum af steypu. Myndefnið mótast af andstæðum, þar sem vinstri flekinn táknar hörð og geómetrísk form og flekinn lengst til hægri táknar mjúk og organísk form. Flekinn í miðjunni táknar umbreytinguna frá því geómetríska yfir í það organíska. Einnig er hægt að sjá andstæður í myndefninu þar sem fletirnir fara annaðhvort inn í efnið eða út úr efninu og gefa þeir verkinu mismunandi skuggamyndir eftir því. Ef litið er á sjáfann efniviðinn, steypuna, þá felur það efni einnig í sér umbreytingu, andstæður, þar sem steypa byrjar í vökvaformi/fljótandi formi en þegar hún storknar verður hún að föstu formi.
The Imagery: Where Many Contrasts Meet.
The imagery aims to illustrate the evolution of contrasts. The left side of the piece is composed of hard and sharp forms, which transition in the center and eventually transform into highly organic, soft, and rounded shapes. I also sought to interpret the history of concrete reliefs in Iceland within the imagery. The geometric section symbolizes the older concrete reliefs and the simple techniques used at that time. The organic section represents the new, the future, and the advancements made since that golden era. Today, technological progress and graphic approaches enable the creation of more complex imagery.
The central section is intended to symbolize the transformation that connects these parts—a kind of bridge—where elements of the old are reshaped into a new form. It represents the act of reviving this art form and bringing it into the modern era.
To emphasize this progression, the piece is created from three slabs of concrete. The imagery is shaped by contrasts: the left slab represents hard, geometric forms, while the slab on the far right symbolizes soft, organic shapes. The central slab embodies the transformation from geometric to organic. Contrasts are also evident in the imagery itself, where the surfaces either recede into or protrude from the material, creating varied shadow effects depending on the angle of view.
Looking at the material itself—concrete—it inherently embodies transformation and contrasts. Concrete begins as a liquid and, as it sets, transitions into a solid form.