ANDSTÆÐUR

Útskriftarverk

Á árunum 1968–1983 spruttu upp steyptar lágmyndir á útveggjum hverskonar bygginga. Þessar íslensku steinsteypulágmyndir hafa ekki fengið þá athygli í listasögu landsins sem þær verðskulda. Í verkinu Andstæður er leitast við að endurvekja listformið og glæða það nýju lífi með nútímatækni og aðferðum grafískrar hönnunar.

Andstæðum er teflt saman, líkt og gert er í þessum steyptu lágmyndum þar sem unnið er með djúp og grunn form, birtu og skugga, fljótandi efni og fast. Hér eru þessir efniseiginleikar steypunnar dregnir fram, þar sem hörð form mæta mjúkum formum, og ljós mætir skugga.


CONTRASTS

Graduation Project

During the years 1968–1983, concrete reliefs began appearing on the exterior walls of various types of buildings. These Icelandic concrete reliefs have not received the attention in the country’s art history that they truly deserve. The project Contrasts seeks to revive this art form and breathe new life into it using modern technology and the methods of graphic design.

Contrasts are brought together, much like in these concrete reliefs, where deep and shallow forms, light and shadow, fluid and solid materials are explored. The project emphasizes the material properties of concrete, showcasing how hard forms meet soft ones, and how light interacts with shadow.

 
IMG_9280.jpg

Ferli: hugmyndir,
stefna og úrvinnsla

Í verki mínu sem ég kalla ,,Andstæður” er sjálft verkið sambland af andstæðum þar sem steinsteyptu lágmyndirnar byggjast á stefnumóti andstæðna: Grunnra og djúpra forma, birtu og skugga. Ég hugsaði verkið sem einskonar skúlptúr sem gæti verið innsetning inni á safninu sem hýsir útskriftarsýninguna. Rótin að verkinu eru vísanir í steinsteypu–lágmyndir sem voru gerðar á árunum 1968-1982/3 og þá sérstaklega þær sem bera myndefni hins óhlutbundna abstraktheims.

Eftir að hafa gefið gaum að sífellt fleiri steinsteypulágmyndum fór ég að velta fyrir mér möguleikum steypunnar sjálfrar og þeim aðferðum sem bjóðast í dag, þ.e. árið 2020. Ég fór því að velta fyrir mér hvort það væri ekki hægt að gera nútímalega steinsteypu–lágmynd með aðstoð nýjustu tækni – og að myndefnið gæti því hlotið nýja eiginleika með þessum nýjum aðferðum. Mig langaði til að reyna að skapa heildræna upplifun á andstæðum, þar sem ólíkir heimar mætast. Leikur með ljós og skugga, hörð og mjúk form og sjálfir efniseiginleikar steypunnar myndu ráða för, en steypan er í fyrstu fljótandi en verður síðan að föstu efni.

Process: Ideas, Direction, and Execution

In my project, which I call "Contrasts," the work itself is a blend of opposites, where the concrete reliefs are based on the interplay of contrasts: shallow and deep forms, light and shadow. I envisioned the piece as a kind of sculpture that could serve as an installation within the museum hosting the graduation exhibition. The foundation of the work lies in references to concrete reliefs created between 1968 and 1982/83, particularly those featuring the imagery of the abstract, non-representational world.

After observing an increasing number of concrete reliefs, I began to reflect on the potential of concrete as a material and the methods available today, i.e., in 2020. I started to consider whether it would be possible to create a modern concrete relief using the latest technology—where the imagery could acquire new qualities through these innovative techniques. I wanted to attempt to create a holistic experience of contrasts, where different worlds meet. The interplay of light and shadow, hard and soft forms, and the inherent material properties of concrete would take center stage, as concrete starts as a liquid material and eventually hardens into a solid form.

IMG_9262.jpg

Myndefnið: Þar sem margar
andstæður mætast.

Myndefnið á að sýna þróun á andstæðum. Vinstri flötur myndarinnar er byggður úr hörðum og hvössum formum sem aðlaga sig í miðjufletinum og enda í mjög organískum, mjúkum og ávölum formum.Ég reyndi einnig að túlka sögu steinsteypulágmynda á Íslandi í myndefninu. Geómetríski hlutinn er táknmynd fyrir gömlu steinsteypulágmyndirnar og þá einföldu aðferð sem notast var við þá. Organíski hlutinn á að tákna það nýja, framtíðina og framfarirnar sem hafa átt sér stað frá blómaskeiðinu. Í dag er hægt að nýta sér tækniframfarir og grafíska nálgun til að gera flóknara myndefni.

Miðjuhlutinn á að tákna umbreytinguna sem tengir þessa hluta saman, einskonar brú, þar sem sótt er í gamalt og það fært á nýtt form. Það er umbreyting að taka upp þetta listform og færa það inn í nútímann.

Til að undirstrika þessa þróun er verkið myndað úr þremur flekum af steypu. Myndefnið mótast af andstæðum, þar sem vinstri flekinn táknar hörð og geómetrísk form og flekinn lengst til hægri táknar mjúk og organísk form. Flekinn í miðjunni táknar umbreytinguna frá því geómetríska yfir í það organíska. Einnig er hægt að sjá andstæður í myndefninu þar sem fletirnir fara annaðhvort inn í efnið eða út úr efninu og gefa þeir verkinu mismunandi skuggamyndir eftir því. Ef litið er á sjáfann efniviðinn, steypuna, þá felur það efni einnig í sér umbreytingu, andstæður, þar sem steypa byrjar í vökvaformi/fljótandi formi en þegar hún storknar verður hún að föstu formi.

The Imagery: Where Many Contrasts Meet.

The imagery aims to illustrate the evolution of contrasts. The left side of the piece is composed of hard and sharp forms, which transition in the center and eventually transform into highly organic, soft, and rounded shapes. I also sought to interpret the history of concrete reliefs in Iceland within the imagery. The geometric section symbolizes the older concrete reliefs and the simple techniques used at that time. The organic section represents the new, the future, and the advancements made since that golden era. Today, technological progress and graphic approaches enable the creation of more complex imagery.

The central section is intended to symbolize the transformation that connects these parts—a kind of bridge—where elements of the old are reshaped into a new form. It represents the act of reviving this art form and bringing it into the modern era.

To emphasize this progression, the piece is created from three slabs of concrete. The imagery is shaped by contrasts: the left slab represents hard, geometric forms, while the slab on the far right symbolizes soft, organic shapes. The central slab embodies the transformation from geometric to organic. Contrasts are also evident in the imagery itself, where the surfaces either recede into or protrude from the material, creating varied shadow effects depending on the angle of view.

Looking at the material itself—concrete—it inherently embodies transformation and contrasts. Concrete begins as a liquid and, as it sets, transitions into a solid form.

IMG_9320.jpg

Upplifun áhorfandans:
Leikur með ljós og skugga

Ég lít á steinsteypulágmyndina mína sem upplifun. Ég hugsaði mikið um upplifunina sem verkið býður upp á og sem maður fær þegar maður stendur frammi fyrir þessum steinsteypulágmyndum, en þær eiga það flestar sameiginlegt að vera útilistaverk. Úti við njóta þau margbreytileika sólarljóssins sem breytir verkunum eftir því hvar sólin er á himninum á tilteknum tíma. Þennan eiginleika vildi ég fanga og gera aðgengilegan í sýningarrýminu. Ég vildi bjóða fólki upp á þessa upplifun og það sæi þá breytingu á verkinu sem sólin skapar. Þetta dreg ég fram með því að nota fimm ljóskastara sem lýsa upp myndefnið frá mismunandi sjónarhornum. Þar með gefst fólki tækifæri á að sjá umbreytingarnar sem eiga sér stað, sem gagnvirka (e.interactive) upplifun, sem má stjórna.

Tilgangurinn með því að nota ljóskastara, er að sýna fram á að vegna hnattrænnar stöðu landsins og aðfallshorns sólarinnar búum við Íslendingar við kjöraðstæður fyrir lágmyndir. Ísland liggur á norðurhveli jarðar og því hefur sólin meiri áhrif á lágmyndina en í löndum sem eru nær miðbaugi, þar sem geislar sólarinnar falla á myndefnið frá lóðréttara sjónarhorni en falla lárétt á Íslandi. Lágmyndir hér á landi eru því síbreytilegri en víða annars staðar, og breytast eftir því hvernig birtan og myrkrið fellur á hana. Birtan er breytileg eftir tímum dags, eftir árstíðum og breytileg eftir veðri og vindum. Einnig er hún breytileg eftir stöðu og sjónarhorni áhorfandans. Þessi síbreytileiki og fjölbreytileiki vegna samspils ljóss og skugga er eitt af sérkennum lágmynda á Íslandi. Það er hægt að sjá allskyns mismunandi formgerðir lágmynda en á Íslandi verður útkoma þeirra fjölbreytilegri vegna legu landsins og afstöðu sólarinnar.

The Viewer’s Experience: A Play of Light and Shadow

I view my concrete relief as an experience. I reflected deeply on the experience the work offers and the impression one gets when standing before these concrete reliefs, most of which share the common trait of being outdoor artworks. Outdoors, they benefit from the dynamic qualities of sunlight, which alters the pieces depending on the sun's position in the sky at any given moment. I wanted to capture this characteristic and make it accessible within the exhibition space. My goal was to provide viewers with this experience, allowing them to witness the changes created by the sun. To achieve this, I use five spotlights that illuminate the imagery from different angles, giving people the opportunity to observe these transformations as an interactive experience they can control.

The purpose of using spotlights is to demonstrate that, due to the geographical location of Iceland and the angle of the sun’s rays, we Icelanders enjoy ideal conditions for relief art. Iceland lies in the northern hemisphere, where the sun has a more pronounced effect on reliefs compared to countries closer to the equator, where sunlight strikes at a more vertical angle. In Iceland, the rays hit the artwork from a more horizontal perspective. Reliefs here are therefore more dynamic than in many other places, constantly changing as light and shadow play across their surfaces. The light shifts throughout the day, across seasons, and depending on weather conditions. Additionally, it varies based on the position and perspective of the viewer.

This constant transformation and diversity caused by the interplay of light and shadow is one of the unique qualities of reliefs in Iceland. While many types of reliefs exist, those in Iceland achieve greater variety in their outcomes due to the country’s location and the sun’s position.

Samspil ljóss og skugga frá sólinni

Hér má sjá hvernig mismunandi staða sólarinnar glæðir steypulágmyndina nýju myndefni og skuggamyndirnar breytast eftir afstöðu ljóssins.

Previous
Previous

PRENTVERK / PRINTS

Next
Next

PARADISO ZINE